Takk fyrir mig!

blog

Þá er prófkjöri Samfylkingarinnar lokið og hér geta menn séð atkvæðatölurnar sundurliðaðar á hvern frambjóðanda og hvert sæti. Ég hafnaði í fimmta sæti með fjórðu flestu atkvæðin í heild og er himinlifandi með útkomuna. 159 atkvæði skildu mig og varaformann flokksins og má kannski segja að það væri verra ef það væri betra.

           

Ég var með Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Guðjóni Arnari Kristjánssyni í Bítinu í morgun að fara yfir ýmis mál, m.a. prófkjörið, og þar reyndi Guðlaugur að gera 69% fylgi Ingibjargar Sólrúnar í fyrsta sæti að ósigri. Ég benti honum góðfúslega á að árangur Geirs Haarde og Ingibjargar réðist auðvitað af styrk frambjóðenda og allir vita að framboðslisti Sjálfstæðisflokksins er fremur veikur. Hjá okkur eru hins vegar tveir fv. formenn, Össur og Jóhanna, sem eru leiðtogar við hlið Ingibjargar og fá eðlilega dálítið í fyrsta sæti. Ef þeir Davíð Oddsson og Þorsteinn Pálsson hefðu verið í prófkjöri Sjálfstæðismanna hefði Geir aldrei náð 69% fylgi. Það varð lítið um svör hjá Guðlaugi. Eini skugginn er fall Guðrúnar Ögmundsdóttur, en við vissum að einhver þingmaður hlyti að falla þegar svo margir sterkir frambjóðendur væru og hefði getað orðið hvert okkar sem er. 

           

Gærdagurinn var einstaklega ljúfur, byrjaði með kveðjukaffi fyrir pabba og mömmu sem voru mér stoð og stytta alla prófkjörsbaráttuna. Svo fórum við með stelpurnar að gefa öndunum og á róló, en þær hafa ekki séð mikið af pabba sínum undanfarið. Seinni partinn fórum við Hildur svo heim á Hólavallagötu og þrifum eftir byggingarframkvæmdirnar svo við gætum flutt aftur inn. Það er fátt eins gott eftir góða törn en að þrífa. Ég þakka öllum þeim sem hjálpuðu okkur að gera þessa góðu kosningu að veruleika innilega fyrir hjálpina.

Í dag er 12. maí

blog

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins hafa stjórnarflokkarnir aðeins 43% fylgi og myndu því missa meirihluta sinn ef kosið væri í dag. Samfylkingin er nærri kjörfylgi sínu með rúm 30%. En það eru ekki kannanir heldur kosningar sem úrslitum ráða og í dag leggum við grunninn að 12. maí í vor.

Í Þróttaraheimilinu gengt Laugardalshöllinni geta í dag allir sem lýsa stuðningi við Samfylkinguna á staðnum, tekið þátt í að velja framboðslista okkar í maí. Ég hvet þig til að taka þátt í sókn okkar, um leið og ég bið um stuðning þinn í 4. sæti. Saman skulum við leiða jöfnuð, stöðugleika og umhverfisvernd til öndvegis við stjórn landsins.

Góður málstaður

blog

Ég vil benda þeim sem vilja styðja verðugt málefni á þessar upplýsingar sem hér fylgja á eftir:

Þuríður Arna greindist með illvíga flogaveiki í október 2004 og í kjölfarið fundust æxli í höfði hennar sem á þeim tíma voru greind góðkynja.Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að vinna bug á meini hennar og nú er svo komið að æxlið er skilgreint sem illkynja . Nú ætlum við að leggjast á eitt og safna fjármunum til að hún og foreldrar hennar geti átt góðar stundir saman.

Tónleikar til styrktar og heiðurs Þuríði Örnu Óskarsdóttur voru haldnir í Bústaðarkirkju  síðastliðinn miðvikudag. Þeir sem misstu af tónleikunum en vilja leggja þessu málefni lið, geta lagt inná þennan reikning:  525-14-102022 og kt: 200502-2130

Vorboði að vestan

blog

Það er ánægjulegt að sjá þau straumhvörf sem virðast í bandarískum stjórnmálum. Sigur demókrata og afsögn Rumsfeld eru vonandi bara byrjunin á breytingaskeiði vestra. Það eru mikilvægar breytingar fyrir okkur öll. Öfgaöflin í Hvíta húsinu hafa einfaldlega ógnað stöðugleika í heiminum og aukið á sundrung.

Hér á Íslandi hljótum við að taka þessu sem vorboða – fyrirboða um að taglhnýtingar Bush stjórnarinnar, ríkisstjórn Íslands, verði felld og nýjir vendir fengnir til að sópa stjórnarráðið. Fyrsta verkefni þeirrar ríkisstjórnar hlýtur einmitt að verða að afturkalla stuðning Íslands við innrásina í Írak og þvo þannig hendur Íslands af því stríði. Leiðir á sjálfum sér Ríkisstjórnin verður fallinu fegin því enginn er eins leiður á henni og hún sjálf. Enda stekkur hver ráðherrann af öðrum til annarra starfa.

Þær breytingar eru lýsandi fyrir stærsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar sem er óstöðugleikinn. Undir lok síðustu aldar vöknuðu vonir okkar um að við hefðum sigrast á helsta vandamáli okkar sem voru stöðugar sveiflur. Fyrirtæki og fólk mátti búa við á víxl mikla þenslu og vöxt og snöggan samdrátt, eins og svolítill efnahagsrússíbani. Í slíku samfélagi er erfitt að gera áætlanir og halda uppi aga. Verðbólgan sem þessu fylgdi og sveiflurnar í vaxtastigi orsökuðu enda hverja kollsteypuna á fætur annarri.

 Það kostaði gríðarlegt átak að skapa stöðugleikann, mikla samstöðu og fórnir hjá mörgum. En þessi ríkisstjórn er orðinn svo þreklaus að hún hefur misst okkur aftur í óstöðugleikann. Þess vegna er stærsta verkefni okkar að fela nýrri stjórn að endurheimta stöðugleikann og leggja drög að því að kveðja krónuna, en skapa heimilum og fyrirtækjum sama stöðugleika, verðbólgu og vaxtaumhverfi og er í löndunum í kringum okkur. Að hella áli á eld Allir sjá að hluti af ógninni við stöðugleikann hefur verið sú stefna ríkisstjórnarinnar að færa okkur nær bandarískri tekjuskiptingu í anda Bush og félaga. Svo ótrúlegt er skatta- og bótakerfi okkar orðið að í stað þess að þeir sem mestar tekjur hafi greiði hæsta hlutfallið þá er það öfugt.

Millitekjufólk hefur tekið þungann af aukinni skattbyrði, en lífeyrisþegar og láglaunafólk greiðir ofurskatta vegna tekjutenginga í kerfinu. Það þarf nýtt fólk til að skera upp þetta kerfi og einfalda til muna. Nýrrar stjórnar bíður það m.a. að hætta að tengja bætur við tekjur maka, en líta á hverja manneskju sem sjálfstæðan einstakling. Það vinnur gegn launamisrétti kynja því það bitnar mest á konum og um leið og við einföldum kerfið gefst tækifæri til að aflétta launaleyndinni til að vinna á enn einu verkefninu sem ríkisstjórnin hefur sannanlega engum árangri náð í sem er launamisrétti kynjanna. En þótt framfaraverkefni sem ríkisstjórnin hefur ekki þrek í blasi við um allt er hún þó dugleg við eitt, að hella áli á eld og ofþenja hagkerfið og samfélagið í þágu þungaiðnaðar. Og að þessu leyti verður það verkefnið næsta vor að draga að sér hendurnar. Leyfa íslensku atvinnulífi að vera í friði fyrir stjórnmálamönnum með stórar verksmiðjur, en leggja áherslu á að efla menntun og aftur menntun. Þessi leiðangur hefst á morgun með prófkjöri Samfylkingarinnar.

Birtist einnig sem grein í Blaðinu í dag.

Alið á ótta

blog

Flash 9 is required for this content

Samfylkingin á að vera 40% flokkur

blog

Nú í vikunni kom regluleg skoðanakönnun Gallup sem sýnir Samfylkinguna með fylgi fjórðungs þjóðarinnar, 25%, og sem fyrr næststærsti stjórnmálaflokkur landsins. Það er glæsilegur árangur sem jafnaðarmenn hafa náð á örfáum árum, að sameinast í einni fylkingu og skapa raunverulegan valkost við Sjálfstæðisflokkinn. En það er ekki nóg.
Á þessum vetri þarf Samfylkingin að gera tilkall til forystu fyrir landinu og gera hverjum manni ljóst að kosningarnar í vor munu aðeins snúast um það hvort sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokksins eða almannahagsmunir Samfylkingarinnar munu móta samfélag okkar næstu fjögur ár. Verkefni okkar er býsna einfalt. Við þurfum að verða stærri en Sjálfstæðisflokkurinn.

Aftur til framtíðar

Við þurfum að taka forystu því stjórnarflokkarnir hafa gefist upp við efnahagsstjórnina. Verðbólga og ofurvextir eru veruleiki venjulegs fólks sem þeir hafa gefist upp fyrir. Það bitnar hart á ungu fólki og skuldsettu meðan sérhagsmunirnir hagnast á tá og fingri í stöðutökum. Í því ástandi þarf þjóðin forystu sem þorir að kveðja íslensku krónuna og skapa hér aðstæður fyrir fólk og fyrirtæki einsog þekkjast í löndunum í kringum okkur.
Við þurfum forystu sem getur skorið upp stagbætt bóta og skattkerfi landsins sem er orðið svo flókið og óskilvirkt að þeir sem minnstar tekjur hafa borga hæstu skattaana, en þeir mest sem hafa minnst. Nú þegar vinnuafslskortur er allsráðandi refsum við lífeyrisþegum fyrir sjálfsbjargarviðleitni með því að taka af þeim yfir helming tekna sinna í skatta og tekjutengingar meðan aðrir geta frestað söluhagnaði eða greitt miklu lægra hlutfall. Við þurfum fólk sem getur komið á einföldu skatta og bótakerfi fyrir almannahagsmuni í stað skrifræðisbákns sérhagsmunaflokkana sem bara þjóna sínum.
Við þurfum forystu fyrir konur. Í vor verður kosið um hvort kona verði forsætisráðherra, eða hvort við ætlum að bíða í aðra öld. Á hverjum degi eru framin mannréttindabrot á venjulegum konum í launamisrétti sem jafnvel nær til lífeyriskerfisins. Þar er þeim refsað með tekjum maka og ekki taldar sjálfstæðir einstaklingar. Í vinnunni er launamsiréttið það sama og þegar ríkisstjórnin tók við fyrir tólf árum. En hún hefur óspart hækkað skatta á lágar og meðaltekjur og því standa konur heldur ver en áður. Helmingur þjóðarinnar þarf nýja ríkisstjórn.

Gæfa og getuleysi

Það er gæfa okkar að vera rík af mannauði og auðlindum. Við eigum öflugt atvinnulíf sem skilar okkur sívaxandi tekjum. Það er þeim mun óskiljanlegra að við skulum sætta okkur við það getuleysi sem blasir við í stjórnmálunum.Það ógnar árangri okkar að ná ekki tökum á verðbólgunni, vera ekki í trúverðugu myntssamfélagi og auka svo á misskiptinguna að það skapar sundrungu í samfélaginu.
Við þurfum forystu sem ekki heldur að það sé verkefni stjórnmálamanna á 21. öldinni að koma með verksmiðjur handa fólkinu. Forystu sem veit að hlutverk hennar er að búa venjulegu fólki góð skilyrði, efla menntun og skapa þannig atvinnulífinu almennar aðstæður til að blómstra. Það er kjarninn í Fagra Ísland og eftir honum kallar stærstur hluti venjulegs fólks. Þessvegna á Samfylkingin að vera 40% flokkur.

Þessi grein birtist í Blaðinu í dag.

Smjörlíkisklípa Staksteina

blog

Flash 9 is required for this content

Þetta er hljóðbókarfærsla, smellið hér að ofan til að heyra skoðun Helga á máli dagsins.

Kosningin er hafin!

blog

Kosning í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík hófst mánudaginn 30. okt.

Kosið er utan kjörfundar á flokksskrifstofunni, að Hallveigarstíg 1,  alla daga vikunnar sem hér segir:

30. okt. – 3. nóv. kl. 10-17,

4. og 5. nóv. kl. 12-16,

6.-9. nóv. kl. 10-18 og

10. nóv. kl. 12-20.

Flokksbundið fólk og þeir sem undirrita stuðningsyfirlýsingu við Samfylkinguna geta kosið í prófkjörinu en stuðningsyfirlýsingunni verður eytt eftir kosningar. Merkja á í númeraröð við átta frambjóðendur og hafa þau Ingibjörg Sólrún, Össur og Jóhanna ein gefið kost á sér í fyrstu þrjú sætin. Sjálfur sækist ég eftir fjórða sætinu og þætti vænt um stuðning þinn og þinna. Kjörstjórn leggur áherslu á að þeir sem taka þátt í prófkjörinu hafi kynjasjónarmið í huga við val sitt.  

Lokakjördagur er 11. nóvember og fer prófkjörið fram í félagsheimili Þróttar í Laugardal kl.10-18