Samfylkingin er lýðræðisafl. Við leggjum áherslu á að fólk geti haft bein áhrif á samfélagið, til dæmis í þjóðaratkvæðagreiðslum. Í þessum anda höfum við ákveðið að halda fyrsta prófkjörið sem haldið hefur verið á Internetinu. Þeir sem skrá sig í Samfylkinguna í dag föstudag eða á morgun laugardag ásamt þeim sem fyrir eru geta valið framboðslista flokksins í Reykjavík á vefnum 10. og 11. nóvember. Þeir fá sendan aðgangslykil í farsímann sinn og geta kosið í prófkjörinu á vefnum hvar sem þeir eru staddir.
Verkefni okkar er einfalt. Við þurfum ríkisstjórn fyrir venjulegt fólk á Íslandi. Til þess þurfa sem flestir að ganga til liðs við Samfylkinguna á næstu mánuðum. Ég hvet þig til að gera það og benda vinum þínum á þennan spennandi möguleika. Um leið býð ég þér að kynna þér stefnumál mín hér á síðunni. Þeir sem ekki skrá sig geta svo kosið með gamla laginu þann 11. nóvember með því að undirrita stuðningsyfirlýsingu við Samfylkinguna, en frá því segi ég nánar síðar.
Góða helgi, Helgi.