í draumi sérhvers manns er fall hans falið. þetta á ekki síður við um stjórnmálaflokka og sannaðist eftirminnilega á framsóknarflokknum. barnaleg oftrú þeirra á álbræðslum sem takmarki í sjálfu sér varð til þess að einangra flokkinn frá þjóðinni og hraða uppdráttarsýki hans og innra hruni. þeirri fráleitu virkjana- og stóriðjupólitík, sem engu skyldi eira og reisa álver við hvern vog, höfnuðu kjósendur í tvígang.
í lok stóriðjuáratugar framsóknar, fyrir ári síðan, virtust í burðarliðnum ný álver hvert sem litið var og gríðarlegar virkjanaframkvæmdir vegna þeirra; álver í helguvík, keilisnesi, húsavík, þorlákshöfn, húnavatnssýsla, eyjafjörður og tvöföldun í straumsvík. meirihluti landsins virtist undir en á undraskömmum tíma hafa horfur í þessum efnum breyst. það er fagnaðarefni, bæði af umhverfisástæðum og vegna þess að áliðnaður er orðinn heldur stór hluti af efnahag okkar og óheppilegt að hafa svo mörg egg í sömu körfu.
straumsvíkurhvörf
eins og rafvæðingin hófust breytingarnar í stóriðjupólitíkinni í hafnarfirði. straumhvörfin urðu í straumsvík. forysta samfylkingar í bæjarmálum í hafnarfirði tryggði að umdeild ákvörðun um stórfellda stækkun álversins var ekki tekin af fáum heldur borin undir alla íbúa. þó finna megi ýmislegt að þeim kosningum, einsog öllum lýðræðislegum kosningum, voru þær farsælar. þær sýndu að gríðarleg andstaða var meðal bæjarbúa við fyrirætlanirnar og engin ástæða að heimila stækkun.
önnur hvörf urðu þegar samfylkingin settist í ríkisstjórn, eftir að hafa endurskoðað virkjana- og stóriðjustefnu sína og farið fram í kosningum undir kjörorðinu fagra ísland. í stjórnarsáttmálanum er ákveðið að hætta leyfisveitingum þar til áætlun um þau landsvæði sem friða skal er tilbúin. iðnaðarráðherra endurskoðar vatnalög og aðra löggjöf um virkjanir og mun ekki fara fram með yfirgangi í þágu virkjana og stóriðju einsog áður var. umhverfisráðherra lýsir svo þeirri stefnubreytingu að mengandi stóriðja fái ekki fríar heimildir í framtíðinni og ísland muni ekki leita eftir sérstökum ókeypis heimildum fyrir þau. allt hefur þetta orðið til að hægja á ferðinni, draga úr áhuga álfyrirtækja og á álfyrirtækjum.
í þriðja lagi gerðist það á árinu að landsvirkjun lýsti yfir að hún seldi ekki orku til nýrra álvera á suðvesturlandi. þessi stefnubreyting er mjög lofsverð. hún þýðir að ekki er útlit fyrir ný álver á suðvesturlandi á næstu árum nema e.t.v. í helguvík. þar virðist hinsvegar óvissa aukast vegna hræringa í hitaveitu suðurnesja, orkuöflunar, andstöðu við línulagnir, óvissu um mengunarheimildir og forystuskipti í orkuveitu reykjavíkur.
spennandi tímar
hið fjórða sem gerst hefur í ár er að samfylkingin er komin í meirihlutasamstarf í reykjavík. spennandi er að fylgjast með þeim áherslubreytingum sem eru að verða í orkumálum hjá borginni og hver afdrif umdeildra virkjanaáforma á hellisheiði og hálendinu verða. margt bendir til að farsælla að fara hægar í nýtingu jarðhita en ítrustu hugmyndir gerðu ráð fyrir. er það bæði vegna þess að við erum enn að læra mikið um jarðhita og að nýjar aðferðir og tækni geta fært okkur miklu öflugri virkjanir með minni umhverfisáhrifum innan fárra ára.
þó fagra ísland sé enn ekki í hendi og mikilvægt að halda vöku sinni sýna þó þessi dæmi að við getum leyft okkur að vona og vinna áfram að því. því breytingarnar sem orðið hafa geta leitt til þess að við fáum betri orkuvinnslutækni með minni umhverfisáhrifum í þágu síður mengandi starfsemi en álbræðslu. það er háð því að við missum okkur ekki aftur í græðgina og skammtímasjónarmiðin, því sá kann allt sem bíða kann.
(Pistill þessi birtist í 24 stundum 17.11.07)