Bestu samfélög í heimi, velferðarsamfélög Norðurlandanna, voru mótuð
af sterkri hreyfingu jafnaðarmanna. Samstaða jafnaðarmanna er
lykillinn að slíku samfélagi. Við megum því ekki láta tvístra okkur
þegar öfl ójafnaðar sækja í sig veðrið. Fróðlegt er að fylgjast með
loforðum frambjóðenda um allt fyrir alla. Þau sýna okkur að endurreisnin
er langt komin og tækifærin framundan.
Það kom í minn hlut á Alþingi að fara fyrir lagasetningu á erlenda
kröfuhafa. Þær lagabreytingar hafa nú skapað Íslandi gríðarlega
sterka samningsstöðu sem meta má til hundruða milljarða króna.
Þessu þarf að fylgja fast eftir.
Um leið og ég þakka þann trúnað sem mér hefur verið sýndur vil ég
vekja athygli þína á því að samkvæmt könnun Capacent frá 19. apríl
vantar herslumun á að ég nái kjöri sem kjördæmakjörinn þingmaður
í Reykjavík suður.
Því bið ég um stuðning þinn við okkur í Samfylkingunni í kosningunum
á laugardag. Þitt atkvæði getur ráðið úrslitum – xS.
Gleðilegt sumar,
Helgi Hjörvar