Merki: ‘sérhagsmunir’

Framtíðarstjórnin

Blaðagreinar

Samfylkingin var stofnuð til þess að hugsjónin um jöfnuð, frelsi og samábyrgð yrði sterkt afl í íslensku samfélagi. Hvort sem flokkurinn hefur mælst stór eða lítill hef ég talað fyrir samstarfi við önnur félagshyggjuöfl. Því að það þarf meirihluta til að stjórna.

Til að kjósendur hafi skýran valkost er samstaða stjórnarandstöðuflokkanna mikilvæg fyrir komandi kosningar. Það á ekki að bjóða kjósendum upp á baktjaldamakk eftir kjördag. Samfylkingin á að segja skýrt að atkvæði greitt flokknum sé atkvæði með samstarfi við félagshyggjuflokka en ekki við Sjálfstæðisflokkinn sem er ósamstarfshæfur vegna spillingarmála. Þá þurfum við að ná saman við aðra fyrir kosningar um hvernig stjórnarskrármálinu verði komið í heila höfn, svo að því megi treysta að ný ríkisstjórn ljúki því lykilverkefni.

(meira…)

Athugasemd á þingi: Upp komast svik um síðir

Þingræða

Virðulegur forseti. Upp komast svik um síðir. Umboðsmaður Alþingis var á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun og upplýsti um að fram kynnu að vera komin gögn sem færðu okkur heim sanninn um það með hvaða hætti staðið var að aðkomu þýsks banka að einkavæðingu íslensku bankanna. Þegar fjárlaganefnd þingsins rannsakaði þetta fyrir um tíu árum síðan voru það þær upplýsingar sem helst skorti til að hægt væri að afhjúpa það svindl og svínarí sem þar var á ferðinni.

Það er þess vegna grundvallaratriði og mikilvægasta mál fyrir þingið til að afgreiða nú, ný löggjöf um rannsóknarnefndir og að skipa í kjölfarið rannsóknarnefnd til að fara yfir hvaða hlutverk Hauck & Aufhäuser bankinn þýski gegndi við einkavæðinguna. Það er auðvitað of snemmt að fullyrða um hvaða upplýsingar það eru eða til hvers þær munu leiða okkur. En við höfum mörg haldið því fram að ástæða sé til að ætla að þessi þýski einkabanki hafi ekki verið raunverulegur kaupandi að hlut í Búnaðarbankanum heldur hafi hann verið leppur fyrir íslenska aðila og að þessi erlenda fjárfesting sem svo var kölluRð og notuð til að réttlæta að menn gengu að tilboði þessa hóps í bankann hafi ekkert verið erlend fjárfesting heldur íslenskir peningar og jafnvel bara fengnir að láni úr sömu ríkisbönkum og verið var að afhenda þeim aðilum. Það er grundvallaratriði að kostað verði kapps um að upplýsa eins fljótt og verða má allan almenning í landinu um hvernig þessu var háttað og að sá sem fer í þá rannsókn fái alla fjármuni og starfsmenn sem hann þarf til að þær (Forseti hringir.) upplýsingar megi liggja hér á borðum landsmanna sem allra fyrst því að þarna er kjarnann í samsærinu um einkavæðingu bankanna að finna.


Ræða í umræðum um störf þingsins 24. maí 2016

Verðtryggingarvitleysan

blog

Það er skrýtið að sumir einlægir Evrópusinnar taki að sér málsvörn fyrir hina séríslensku verðtryggingu og verða fyrir vikið eins og talsmenn þess vaxtaokurs sem hún er hluti af og einkennir íslensku krónuna. Þó erum það einmitt við Evrópusinnarnir sem berjumst fyrir raunverulegri framtíðarlausn til að lækka hér vexti verulega. Skilaboð mín til Samfylkingarfólks í þessu efni eru skýr. Við verðum að hætta að halda því fram að allt verði áfram og óhjákvæmilega dýrt og ósanngjarnt þangað til við fáum evruna. Við verðum að breyta stefnu okkar afdráttarlaust, ráðast að vaxtaokri og hafa svör við því hvað við ætlum að gera í peningamálum þangað til evran kemur. Við eigum að skilja sundur fjárfestingar- og viðskiptabanka, brjóta upp fákeppni, draga úr kostnaði og greiða fyrir samkeppni, auka aðhald með því að minnka vægi verðtryggingar, setja skorður við þjónustugjöldum o.fl. o.fl. Því þó við höfum eygt von um hraða inngöngu í annað myntsvæði í neyðarástandinu 2008 þá er nú ljóst að það mun taka tíma að komast í evruna. Þangað til þurfum við að hafa pólitík í stað þeirrar nauðhyggju að ekkert verði að gert þangað til.

(meira…)