Um Helga Hjörvar
Helgi Hjörvar alþingismaður er fæddur í Reykjavík 9. júní 1967. Foreldrar hans eru Úlfur Hjörvar (f. 22. apríl 1935, d. 9. nóv. 2008) rithöfundur og þýðandi og Helga Hjörvar (f. 2. júlí 1943), fv. skólastjóri Leiklistarskóla Íslands, fv. forstjóri menningarhússins Norðurbryggju í Kaupmannahöfn og fv. forstjóri Norræna hússins í Færeyjum.
Eiginkona Helga (gift 22. ágúst 1998) er Þórhildur Elín Elínardóttir (f. 14. apríl 1967) upplýsingafulltrúi og grafískur hönnuður. Foreldar hennar eru Þorvaldur Axelsson og Elín Skeggjadóttir.
Helgi og Þórhildur Elín eiga þrjár dætur. Þær eru Hildur (f. 1991), Helena (f. 2003) og María (f. 2005).
Helgi stundaði nám í MH 1983-1986. Heimspekinám HÍ 1992-1994.
Starfsferill og helstu trúnaðarstörf:
Helgi var framkvæmdastjóri Blindrafélagsins og Blindravinnustofunnar 1994-1998. Sat í stjórn Norrænu blindrasamtakanna 1994-1998. Stjórnarformaður hússjóðs Öryrkjabandalagsins 1998-2007. Formaður Blindrafélagsins 1996-1998. Í stjórn Sjónverndarsjóðsins 1996-2009. Í stjórn Blindrabókasafnsins 2003-2009.
Helgi var kjörinn borgarfulltrúi í Reykjavík fyrir hönd Reykjavíkurlistans árið 1998. Hann sat borgarráði Reykjavíkur 1998-2000 og 2001-2002. Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur 1999-2002.
Formaður félagsmálaráðs Reykjavíkur og stjórnkerfisnefndar Reykjavíkur 1998-2002. Formaður borgarmálaráðs Samfylkingarinnar 1999-2002. Í stjórn Landsvirkjunar 1999-2006. Í samgöngunefnd Reykjavíkur 2000-2002. Sat í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur frá-2002. Í hafnarstjórn Reykjavíkur 2002-2006. Í stjórn Fasteignastofu Reykjavíkur 2003-2006.
Í stjórn Tæknigarðs 2000-2006, þar af formaður 2002-2006. Skólastjóri Stjórnmálaskóla Samfylkingarinnar síðan 2000.
Helgi var kjörinn alþingismaður fyrir Samfylkinguna árin 2003 og sat á þingi fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður til ársins 2013 en fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður frá 2013. Formaður þingflokks Samfylkingarinnar síðan 2013.
Hann sat í fjárlaganefnd Alþingis frá 2003-2007, í félagsmálanefnd frá 2003-2005 og frá 2006-2007, í iðnaðarnefnd 2005-2007 og 2009, í kjörbréfanefnd frá 2007-2011, í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2007-2011, í umhverfisnefnd 2007-2009 (form.), í efnahags- og skattanefnd 2009-2011 (form. 2009-2011), í utanríkismálanefnd frá 2009-2013, hann átti sæti í sérnefnd Alþingis um stjórnarskrármál 2010-2011, var formaður efnahags- og viðskiptanefndar 2011-2013 (form.). Hann átti sæti í Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2007–2013 (formaður 2009–2013) og 2013–2014 og var forseti Norðurlandaráðs 2010.
Þingstörf
Sjá upplýsingar um þingstörf Helga á vef Alþingis.
Fleiri myndir: